Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 12:30 Reiknað er með að styttan yrði á Torfunefsbryggu á Akureyri. Vísir/Tryggvi Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar. Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar.
Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira