Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 12:45 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra félagsmála og barna fór yfir stöðu helstu mála í pólitíkinni á opnum fundi á Hellu í gær. Magnús Hlynur Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar. Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra segir ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn séu mikið hærri launaðir en forsætisráðherra og efast um leið að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Ásmundur Einar hefur verið mjög gagnrýnin á há laun bankastjóra landsins, líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Á opnum fundi á Hellu í gær fjallaði ráðherra m.a. um laun bankastjóranna og þeirra samfélagslegu ábyrgð þegar laun þeirra eru annars vegar. „Ég hitti forystumenn bankaráða Landsbankans og Íslandsbanka á fundi síðasta sumar og ræddi við þau um það að nú værum við í miðjum kjarsasamningum og að þetta yrði mjög erfiður vetur og menn yrðu að sýna einhverja lágmarks samfélagslega ábyrgð, að þeir hefðu eitthvert skynbragð á samfélagið sem þeir búa í og eru að lána peninga í alla daga. Þetta er öll samfélagsábyrgðin sem þarna hefur verið sýnd“, sagði Ásmundur Einar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mætti á fundinn á Hellu með Ásmundi Einari.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að endurskipuleggja gangverkið í bankasýslunni sem skipar í bankaráðin til að koma í veg fyrir ofurlaun bankastjóranna. „Nú ef við segjum sem dæmi að það verði samið um kjarasamninga eftir mánuð eða eitthvað, hvaða vissu höfum við fyrir því að Landsbankinn hækki ekki bara um 30% aftur á næsta ári, við höfum enga vissu fyrir því. Bankasýslan getur auðvitað hent út stjórn bankaráðsins og eitthvað svona. Þetta rugl getur ekki gengið, við náum aldrei neinni sátt í samfélaginu ef að það eru alltaf einhverjir þarna sem telja sig vera á fyrsta farrými og í boði almennings“. En hver eru eðlileg laun bankastjóra að mati ráðherrans? „Það er forsætisráðherra í landinu, er eðlilegt að einhverjir opinberir starfsmenn séu miklu hærri launaðir heldur en hún? Ég efast um að það sé meira álag á bankastjóra Landsbankans heldur en forsætisráðherra. Tökum samtalið um það og myndum þessa keðju hvernig þetta er og ákveðum þá hvað er eðlilegt í þessu, ég held að það sé ekki mitt að ákveða það en þetta er komið úr öllum takti“, segir Ásmundur Einar.
Íslenskir bankar Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira