Vill ekki vanrækja bandamenn lengur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2019 10:00 Vel fór á með utanríkisráðherrunum Mike Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð. Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð.
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira