Jürgen Klopp var nálægt því að verða stjóri Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:30 Jürgen Klopp. Getty/GASPA/ullstein Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti Bayern München á Anfield í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn. Uli Hoeness, forseti Bayern München, hefur sagt frá því að litlu munaði að Jürgen Klopp yrði knattspyrnustjóri Bayern München fyrir ellefu árum síðan. Bayern var þá að leita að eftirmanni Ottmar Hitzfeld. Þetta var sumarið 2008 og Jürgen Klopp var að hætta með lið Mainz. Hann fór ekki til Bayern München heldur tók við liði Borussia Dortmund og var þar í sjö ár. Klopp hefur síðan verið knattspyrnustjóri Liverpool frá 2015."Many years ago we agreed on a collaboration together, but we ended up signing Jurgen Klinsmann instead" How close Jurgen Klopp came to joining Bayern Munich rather than Liverpool https://t.co/Eg3VjQ2gTU — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2019„Ég hef persónulega mikið álit á Jürgen Klopp. Fyrir mörgum árum þá vorum við búnir að ákveða að vinna saman en við enduðum á því að ráða Jürgen Klinsmann í staðinn,“ sagði Uli Hoeness við Sky Sports. Jürgen Klinsmann var knattspyrnustjóri frá 1. júlí 2008 til 27. apríl 2009 þegar hann var rekinn og Jupp Heynckes stýrði liðinu til loka tímabilsins. Louis van Gaal var síðan ráðinn sumarið 2009 og var með liðið í tæp tvö ár. Bayern hefur síðan ráðið Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og nú síðast Niko Kovac. Það hefði kannski farið öðruvísi ef Jürgen Klopp hefði tekið við Bayern liðinu fyrir tæpum ellefu árum. „Þarna sýndi ég honum hvað ég bar mikla virðingu fyrir hinum og hans vinnu. Þetta verður erfitt verkefni hjá báðum liðum. Ég vona samt að við höfum vetur,“ sagði Hoeness. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti Bayern München á Anfield í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn. Uli Hoeness, forseti Bayern München, hefur sagt frá því að litlu munaði að Jürgen Klopp yrði knattspyrnustjóri Bayern München fyrir ellefu árum síðan. Bayern var þá að leita að eftirmanni Ottmar Hitzfeld. Þetta var sumarið 2008 og Jürgen Klopp var að hætta með lið Mainz. Hann fór ekki til Bayern München heldur tók við liði Borussia Dortmund og var þar í sjö ár. Klopp hefur síðan verið knattspyrnustjóri Liverpool frá 2015."Many years ago we agreed on a collaboration together, but we ended up signing Jurgen Klinsmann instead" How close Jurgen Klopp came to joining Bayern Munich rather than Liverpool https://t.co/Eg3VjQ2gTU — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2019„Ég hef persónulega mikið álit á Jürgen Klopp. Fyrir mörgum árum þá vorum við búnir að ákveða að vinna saman en við enduðum á því að ráða Jürgen Klinsmann í staðinn,“ sagði Uli Hoeness við Sky Sports. Jürgen Klinsmann var knattspyrnustjóri frá 1. júlí 2008 til 27. apríl 2009 þegar hann var rekinn og Jupp Heynckes stýrði liðinu til loka tímabilsins. Louis van Gaal var síðan ráðinn sumarið 2009 og var með liðið í tæp tvö ár. Bayern hefur síðan ráðið Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og nú síðast Niko Kovac. Það hefði kannski farið öðruvísi ef Jürgen Klopp hefði tekið við Bayern liðinu fyrir tæpum ellefu árum. „Þarna sýndi ég honum hvað ég bar mikla virðingu fyrir hinum og hans vinnu. Þetta verður erfitt verkefni hjá báðum liðum. Ég vona samt að við höfum vetur,“ sagði Hoeness.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira