Valdamenn í dómsmálaráðuneytinu vildu setja Trump forseta af Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:15 Andrew McCabe, fyrrverandi alríkislögreglustjóri. Nordicphotos/AFP Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira