Sigursælustu liðin mætast Hjörvar Ólafsson skrifar 14. febrúar 2019 15:00 Fulltrúar liðanna fjögurra í undanúrslitum Geysisbikars karla. Frá vinstri: Tómas Þórður Hilmarsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (KR), Jeb Ivey (Njarðvík) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR). Mynd/KKÍ KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn