Margir reiddust er Nike ákvað að gera Colin Kaepernick að talsmanni sínum á síðasta ári. Eigandinn, Stephen Martin, varð svo reiður að hann ákvað að hætta að selja Nike-vörur í búðinni sinni. Það var auðvitað glórulaus ákvörðun og tæpu ári síðar er búðin farin á hausinn.
„Að reka íþróttabúð án þess að vera með Nike er eins og að reka bensínstöð en ekki selja neitt bensín. Þetta er ekki hægt,“ sagði Martin svekktur en hann hætti líka við að fá Brandon Marshall, leikmann Denver Broncos, til að árita í búðinni eftir að hann komst að því að Marshall hefði farið á hné í bandaríska þjóðsöngnum fyrir leik í NFL-deildinni.
„Eins erfitt og það er að viðurkenna það þá eru fleiri stuðningsmenn Kaepernick og Marshall þarna úti en ég gerði mér grein fyrir.“
Vísir gerði meðfylgjandi skýringarmyndband um mál Kaepernick í haust: