Ólína orðin bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 12:08 Egill grip gæsina á lofti og hefur nú fengið Ólínu til að gagnrýna bækur í bókaþætti sínum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni. Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni.
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59