Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdómslögmaður. Fréttablaðið/Stefán Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“ Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“
Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira