Nýtt lið í úrslitum um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 13. febrúar 2019 14:30 Fulltrúar liðanna fjögurra í úrslitunum. Frá vinstri talið: Kristen Denise McCarthy (Snæfelli), Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Danielle Victoria Rodriguez (Stjörnunni) og Sóllilja Bjarnadóttir (Breiðabliki). Mynd/KKÍ Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira