Skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í útskriftarferðalagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 13:45 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi. Dómurinn er skilorðsbundinn vegna ungs aldurs mannsins þegar brotið var framið auk langs málsmeðferðartíma málsins. Brotið var framið snemma sumars 2015 í gistiskála þar sem hópur nemendenda var kominn saman í útskriftarferðalagi til að fagna útskrift frá grunnskóla. Sváfu nemendur saman í litlum skálum en í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að stelpurnar í hópnum hefðu kvartað undan að kojurnar í skálanum væru þröngar, því hefði drengurinn boðið stúlkunni, að sofa á dýnu hjá sér, en þau höfðu verið góðir vinir í lengri tíma.Gisti á dýnu hjá honum þar sem kojurnar voru þröngar Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað við að finna hönd á öðru brjósti sínu og gert sér grein fyrir því að höndin tilheyrði bekkjarfélaga sínum. Við það hafi hún spurt hann hvað hann væri að gera og snúið sér undan. Í framhaldinu hefði hann farið með höndina niður á rass hennar. Hann hefði síðan fært höndina og farið með fingur inn í leggöngin.Sagðist hún hafa reynt að koma sér frá bekkjarfélaga sínum Við það hætti hann og sofnuðu þau bæði.Rannsókn lögreglu á málinu lauk seint í maí 2015.Vísir/vilhelmFyrir dómi kannaðist maðurinn, sem var sextán ára þegar brotið var framið, við að hafa boðið vinkonu sinni að sofa á dýnunni með sér. Hann hefði með hennar leyfi klórað henni innanklæða, á rassinum og við annað brjóst hennar. Eftir það hafi þau rætt stuttlega saman og sofnað.Þá sagðist hann hafa vaknað um nóttina og þá hafi eitthvað komið yfir hann. Hann hafi káfað á brjóstum, rassi og kynfærum hennar, utan klæða. Þegar hann skynjaði að hún hefði vaknað hefði hann hætt og þau farið aftur að sofa. Neitaði hann því að hafa farið með fingur inn í leggöng konunnar.Framburður hennar stöðugur og greinargóður Í dómi héraðsdóms segir að þau tvö séu þau einu sem séu til frásagnar af því sem gerðist umrædda nótt. Var þó litið til þess að stúlkan sagðist hafa greint fjórum vinkonum sínum og móður sinni frá málsatvikum eftir að komið var heim úr ferðalaginu. Öll báru þau vitni fyrir dómi um að stúlkan hefði sagt að bekkjarfélagi hefði káfað á henni innan klæða.Héraðsdómur Reykjaness er í Hafnarfirði.Fréttablaðið/GVAÞá var einnig litið til þess að misræmi væri í framburði hans fyrir dómi og hjá lögreglu þegar kom að því hvort hann hefði káfað á stúlkunni innan klæða. Fyrir dómi gat hann ekki skýrt þetta misræmi. Aftur á móti hafi framburður stúlkunnnar verið stöðugur og greinargóður.Skilorðsbundinn dómur vegna margvíslegra þátta Var drengurinn því sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að honum hafði ekki verið gerð refsing áður og hafi aðeins verið sextán ára gamall þegar brotið var framið. Þá var einnig litið til þess að hann hafi leitað til sálfræðings sem í vottorði greindi frá því að drengurinn hefði strax tekið ábyrgð á þeirri hegðun sem hann sýndi í skólaferðalaginu og reynt að draga úr þeim skaða sem hann olli.Þá var einnig litið til þess að hann hafi frá upphafi gengist við að hafa brotið gegn bekkjarsystur sinni, án þess þó að hafa játað sakargiftir að öllu leyti. Einnig var litið til langs málsmeðferðartíma málsins sem var um þrjú ár en rannsókn lögreglu lauk í lok maí 2015.Þótti héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda dóminn sem fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf hann einnig að greiða stúlkunni 1,5 milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi. Dómurinn er skilorðsbundinn vegna ungs aldurs mannsins þegar brotið var framið auk langs málsmeðferðartíma málsins. Brotið var framið snemma sumars 2015 í gistiskála þar sem hópur nemendenda var kominn saman í útskriftarferðalagi til að fagna útskrift frá grunnskóla. Sváfu nemendur saman í litlum skálum en í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að stelpurnar í hópnum hefðu kvartað undan að kojurnar í skálanum væru þröngar, því hefði drengurinn boðið stúlkunni, að sofa á dýnu hjá sér, en þau höfðu verið góðir vinir í lengri tíma.Gisti á dýnu hjá honum þar sem kojurnar voru þröngar Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað við að finna hönd á öðru brjósti sínu og gert sér grein fyrir því að höndin tilheyrði bekkjarfélaga sínum. Við það hafi hún spurt hann hvað hann væri að gera og snúið sér undan. Í framhaldinu hefði hann farið með höndina niður á rass hennar. Hann hefði síðan fært höndina og farið með fingur inn í leggöngin.Sagðist hún hafa reynt að koma sér frá bekkjarfélaga sínum Við það hætti hann og sofnuðu þau bæði.Rannsókn lögreglu á málinu lauk seint í maí 2015.Vísir/vilhelmFyrir dómi kannaðist maðurinn, sem var sextán ára þegar brotið var framið, við að hafa boðið vinkonu sinni að sofa á dýnunni með sér. Hann hefði með hennar leyfi klórað henni innanklæða, á rassinum og við annað brjóst hennar. Eftir það hafi þau rætt stuttlega saman og sofnað.Þá sagðist hann hafa vaknað um nóttina og þá hafi eitthvað komið yfir hann. Hann hafi káfað á brjóstum, rassi og kynfærum hennar, utan klæða. Þegar hann skynjaði að hún hefði vaknað hefði hann hætt og þau farið aftur að sofa. Neitaði hann því að hafa farið með fingur inn í leggöng konunnar.Framburður hennar stöðugur og greinargóður Í dómi héraðsdóms segir að þau tvö séu þau einu sem séu til frásagnar af því sem gerðist umrædda nótt. Var þó litið til þess að stúlkan sagðist hafa greint fjórum vinkonum sínum og móður sinni frá málsatvikum eftir að komið var heim úr ferðalaginu. Öll báru þau vitni fyrir dómi um að stúlkan hefði sagt að bekkjarfélagi hefði káfað á henni innan klæða.Héraðsdómur Reykjaness er í Hafnarfirði.Fréttablaðið/GVAÞá var einnig litið til þess að misræmi væri í framburði hans fyrir dómi og hjá lögreglu þegar kom að því hvort hann hefði káfað á stúlkunni innan klæða. Fyrir dómi gat hann ekki skýrt þetta misræmi. Aftur á móti hafi framburður stúlkunnnar verið stöðugur og greinargóður.Skilorðsbundinn dómur vegna margvíslegra þátta Var drengurinn því sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að honum hafði ekki verið gerð refsing áður og hafi aðeins verið sextán ára gamall þegar brotið var framið. Þá var einnig litið til þess að hann hafi leitað til sálfræðings sem í vottorði greindi frá því að drengurinn hefði strax tekið ábyrgð á þeirri hegðun sem hann sýndi í skólaferðalaginu og reynt að draga úr þeim skaða sem hann olli.Þá var einnig litið til þess að hann hafi frá upphafi gengist við að hafa brotið gegn bekkjarsystur sinni, án þess þó að hafa játað sakargiftir að öllu leyti. Einnig var litið til langs málsmeðferðartíma málsins sem var um þrjú ár en rannsókn lögreglu lauk í lok maí 2015.Þótti héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda dóminn sem fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf hann einnig að greiða stúlkunni 1,5 milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira