Var rekinn í nóvember vegna ofbeldis en er kominn í nýtt lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Kareem Hunt eftir leik með Kansas City Chiefs á síðasta tímabili. Getty/Nick Cammett NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni. NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni.
NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00
Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15
Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45
Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15