Hafnaði risasamningi í hafnaboltanum og valdi NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2019 10:00 Kyler Murray er á leið í NFL-deildina. vísir/getty Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt. NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt.
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira