Samkvæmt lögreglunni í Dublin var Jón ásamt unnustu sinni í ferðalagi í Dublin. Enn sem komið er segir lögreglan ekki tilefni til að áætla að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.
Sveinn H. Guðmarsson, talsmaður Utanríkisráðuneytis Íslands, segir mál sem tengist mannshvarfi á Írlandi vera komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins. Hann vildi þó ekki staðfesta að um mál Jóns væri að ræða.
Fyrst var sagt frá málinu á vef DV. Þar segir einnig að hann hafi verið í Dublin með unnustu sinni og hann hafi farið af hóteli þeirra, símalaus, á laugardagsmorgun. Þar segir einnig að fjölskylda Jóns sé á leið til Írlands á morgun.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að Jón hafi verið klæddur í svartan jakka, hann sé með stutt brúnt hár og um 190 sentimetrar á hæð.