Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:03 Mynd/Landhelgisgæslan Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15