„Og hvorugt landið hefur enn valið sitt framlag,“ ritar Holley.
Hann segir lag Hatara, Hatrið mun sigra, gefa honum sömu gæsahúð og hann fékk þegar hann heyrði lagið Toy sem sigraði í Eurovision í fyrra, í flutningi hinnar ísraelsku Nettu Barzilai, og lagið Euphoria sem hin sænska Loreen sigraði með í Aserbaídsjan árið 2012.
„Ef það kemst áfram verður erfitt að líta framhjá því,“ segir Holley um framlag Hatara.
Hatari komst áfram á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar síðasta laugardag, ásamt Heru Björk sem flutti lagið Eitt andartak.
So Iceland have replaced Norway as my favourites to win Eurovision - and neither country has even decided their entry for sure.
— Rob Holley (@robholley) February 10, 2019
Hatari's 'Hatrið mun sigra' is giving me the Toy/Euphoria goosebumps. If it wins #Songvakeppnin it'll be difficult to ignore https://t.co/bp7qXEcMcD