Kallaði magnaðan hóp „systra“ sinna óvænt upp á svið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 12:15 Lady Gaga, Jada Pinkett Smith, Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez vöktu mikla lukku á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. GEtty/Kevin Mazur Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins. Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins.
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59