Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00