Cohen sagði meðal annars á fundinum að Trump hefði látið Deutsche Bank fá fölsuð skjöl sem sýndu að eignir hans væru miklu meiri en þær í raun voru. Það átti að sannfæra bankann um að gefa sér lán svo hann gæti keypt NFL-félagið Buffalo Bills.
Þetta var árið 2014 er eigandi félagsins, Ralph Wilson, féll frá. Jon Bon Jovi reyndi einnig að kaupa félagið sem og milljarðamæringurinn Terry Pegula sem fékk það á endanum en hann á einnig hokkíliðið Buffalo Sabres.
Even though I refused to pay a ridiculous price for the Buffalo Bills, I would have produced a winner. Now that won’t happen.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2014
Trump hafði áður reynt að kaupa sér ítök í fótboltaheiminum vestra en án árangurs.