Áslaug vill að sveitarfélögin hugi líka að skattalækkunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Í Kópavogi er útsvarið ekki í botni. Það er hins vegar staðan í 55 sveitarfélögum af 72. FRÉTTABLAÐIÐ/antonbrink „Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira