Innlent

Slökkvilið kallað út að húsnæði Algalífs í Reykjanesbæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nokkurn reyk lagði frá húsinu, sem var reykræst.
Nokkurn reyk lagði frá húsinu, sem var reykræst. Mynd/lögreglan
Lið frá Brunavörnum Suðurnesja var í kvöld kallað út að húsnæði fyrirtækisins Algalífs í Reykjanesbæ. Útkallið reyndist minniháttar en talið er að blásari í húsinu hafi brunnið yfir, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Nokkurn reyk lagði frá húsinu.

Fullmannaður slökkviliðsbíll var sendur á vettvang og unnu slökkviliðsmenn enn þá að reykræstingu nú á áttunda tímanum í kvöld. Varðstjóri gat ekki gefið upplýsingar um það hvort tjón hefði orðið vegna reyksins.

Algalíf er líftæknifyrirtæki til húsa að Bogatröð 10 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í ræktun örþörunga og framleiðslu virkra efna úr þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×