Sögulegt tækifæri Agnar Tómas Möller skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun