Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 11:19 Maruv á sviði í forkeppni Úkraínu. Vísir/Getty Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga. Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga.
Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira