Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:46 Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44