Pissað í plastflösku Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 11:00 Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá. Ég steytti hnefann. Eitthvert okkar hefði getað fengið flöskuna í hausinn. Flaskan rúllaði eftir gangstéttinni og staðnæmdist við hjól kerru sonar míns. Í flöskunni var gulur vökvi. Það kom á mig fát. Þetta var þvag. Mér rann reiðin í garð bílstjórans. Bölbænir mínar áttu aðrir skilið.Grimmd, græðgi og mannvonsk Uppi varð fótur og fit í vikunni þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gaf stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins í eigu Gamma sem Kvika banki væri að festa kaup á. Ef ekki tæki VR allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu bankans. Var tilefnið bréf sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum þar sem þeim var gefinn fjögurra daga frestur til að samþykkja hækkun á leigu um tugi þúsunda á mánuði ellegar flytja. „Grimmd, taumlaus græðgi og mannvonska,“ sagði VR. Boðberar frjálshyggjunnar stóðu á öndinni af vandlætingu. Hótaði VR „efnahagslegum afleiðingum“? Hugðist það breyta hlutunum með því að beita „fjárhagslegri stöðu verkalýðsfélagsins“? Var VR „klíkan“ farin að „skipta sér af því hvaða fyrirtækjakaup eru þóknanleg henni“? Hvar endaði þetta? Átti kannski að fara að hóta því að „taka peninga úr stýringu nema laun bankastjóra yrðu lækkuð“? Ragnar Þór brást ekki andstæðingum sínum. Næsta dag lýsti hann því yfir að hann hygðist beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiddu ofurlaun. Argasta rökleysa En aftur að flöskunni sem ég fékk næstum í hausinn. „Við erum ekki vélmenni; við erum manneskjur,“ sagði starfsmaður í vöruhúsi fyrirtækisins Amazon í samtali við dagblaðið Guardian nýlega. Alþjóðlega stórfyrirtækið Amazon hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma framkomu í garð starfsfólks um heim allan; kjör eru bág og aðbúnaður slæmur. Í Bretlandi komst það í fréttirnar nýverið að kröfur um afköst í vöruhúsum Amazon þar í landi væru svo miklar að fólk hefði ekki tíma til að fara á klósettið og pissaði því í plastflöskur. Það sama gilti um sendla fyrirtækisins sem útskýrði plastflöskuna fljúgandi. Amazon er langt frá því að vera eina fyrirtækið sem þykir færa sig upp á skaftið. Leikreglur virðast illa ná yfir alþjóðleg stórfyrirtæki. Starbucks og Apple koma sér lipurlega hjá því að greiða skatta. Facebook lætur sig litlu varða þótt yfirgripsmikil söfnun á persónuupplýsingum veki óhug. Þær raddir verða æ háværari sem kalla eftir því að löggjafar komi böndum á alþjóðleg stórfyrirtæki. Enn fyrirfinnast þó þeir sem segja slík afskipti óþörf. Forkólfar frjálshyggjunnar fullyrða að lögmál markaðarins séu fullfær um að leysa vandann. Misbjóði fyrirtæki siðferðisvitund fólks verði framboð og eftirspurn til þess að dæma úr leik fyrirtæki sem ekki hagi sér með skikk – eða eins og segir í nýlegri grein á heimasíðu frjálshyggjuhugveitunnar Cato Institute: „Þegar við erum óánægð með fyrirtæki, t.d. vegna hárra launa framkvæmdastjórans, búum við yfir öflugasta úrræði sem fyrirfinnst: Við getum kosið að skipta ekki við það.“ Formaður VR var kallaður kommúnisti af frjálshyggjumönnum í kjölfar þess að hann hótaði að færa viðskipti félagsins frá Kviku. En slíkt viðurnefni er argasta rökleysa. Fátt er eins hreinræktaður kapítalískur gjörningur og að færa viðskipti sín annað. Þegar Ragnar Þór beitir „fjárhagslegri stöðu sinni“ til að fyrirtæki verði fyrir „efnahagslegum afleiðingum“ spilar hann einmitt eftir leikreglum frjálshyggjunnar: Mislíki neytendum siðleysi fyrirtækja geta þeir kosið með veskinu – neysluhegðun sinni. Í stað þess að bölsótast út í Ragnar Þór væri nær að frelsis-elskandi hugsuðir þessa lands heiðruðu hann með hinni æðstu orðu íslenskra frjálshyggjumanna. Hér með tilnefni ég Ragnar Þór Ingólfsson til Frelsisverðlauna SUS árið 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá. Ég steytti hnefann. Eitthvert okkar hefði getað fengið flöskuna í hausinn. Flaskan rúllaði eftir gangstéttinni og staðnæmdist við hjól kerru sonar míns. Í flöskunni var gulur vökvi. Það kom á mig fát. Þetta var þvag. Mér rann reiðin í garð bílstjórans. Bölbænir mínar áttu aðrir skilið.Grimmd, græðgi og mannvonsk Uppi varð fótur og fit í vikunni þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gaf stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins í eigu Gamma sem Kvika banki væri að festa kaup á. Ef ekki tæki VR allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu bankans. Var tilefnið bréf sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum þar sem þeim var gefinn fjögurra daga frestur til að samþykkja hækkun á leigu um tugi þúsunda á mánuði ellegar flytja. „Grimmd, taumlaus græðgi og mannvonska,“ sagði VR. Boðberar frjálshyggjunnar stóðu á öndinni af vandlætingu. Hótaði VR „efnahagslegum afleiðingum“? Hugðist það breyta hlutunum með því að beita „fjárhagslegri stöðu verkalýðsfélagsins“? Var VR „klíkan“ farin að „skipta sér af því hvaða fyrirtækjakaup eru þóknanleg henni“? Hvar endaði þetta? Átti kannski að fara að hóta því að „taka peninga úr stýringu nema laun bankastjóra yrðu lækkuð“? Ragnar Þór brást ekki andstæðingum sínum. Næsta dag lýsti hann því yfir að hann hygðist beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiddu ofurlaun. Argasta rökleysa En aftur að flöskunni sem ég fékk næstum í hausinn. „Við erum ekki vélmenni; við erum manneskjur,“ sagði starfsmaður í vöruhúsi fyrirtækisins Amazon í samtali við dagblaðið Guardian nýlega. Alþjóðlega stórfyrirtækið Amazon hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma framkomu í garð starfsfólks um heim allan; kjör eru bág og aðbúnaður slæmur. Í Bretlandi komst það í fréttirnar nýverið að kröfur um afköst í vöruhúsum Amazon þar í landi væru svo miklar að fólk hefði ekki tíma til að fara á klósettið og pissaði því í plastflöskur. Það sama gilti um sendla fyrirtækisins sem útskýrði plastflöskuna fljúgandi. Amazon er langt frá því að vera eina fyrirtækið sem þykir færa sig upp á skaftið. Leikreglur virðast illa ná yfir alþjóðleg stórfyrirtæki. Starbucks og Apple koma sér lipurlega hjá því að greiða skatta. Facebook lætur sig litlu varða þótt yfirgripsmikil söfnun á persónuupplýsingum veki óhug. Þær raddir verða æ háværari sem kalla eftir því að löggjafar komi böndum á alþjóðleg stórfyrirtæki. Enn fyrirfinnast þó þeir sem segja slík afskipti óþörf. Forkólfar frjálshyggjunnar fullyrða að lögmál markaðarins séu fullfær um að leysa vandann. Misbjóði fyrirtæki siðferðisvitund fólks verði framboð og eftirspurn til þess að dæma úr leik fyrirtæki sem ekki hagi sér með skikk – eða eins og segir í nýlegri grein á heimasíðu frjálshyggjuhugveitunnar Cato Institute: „Þegar við erum óánægð með fyrirtæki, t.d. vegna hárra launa framkvæmdastjórans, búum við yfir öflugasta úrræði sem fyrirfinnst: Við getum kosið að skipta ekki við það.“ Formaður VR var kallaður kommúnisti af frjálshyggjumönnum í kjölfar þess að hann hótaði að færa viðskipti félagsins frá Kviku. En slíkt viðurnefni er argasta rökleysa. Fátt er eins hreinræktaður kapítalískur gjörningur og að færa viðskipti sín annað. Þegar Ragnar Þór beitir „fjárhagslegri stöðu sinni“ til að fyrirtæki verði fyrir „efnahagslegum afleiðingum“ spilar hann einmitt eftir leikreglum frjálshyggjunnar: Mislíki neytendum siðleysi fyrirtækja geta þeir kosið með veskinu – neysluhegðun sinni. Í stað þess að bölsótast út í Ragnar Þór væri nær að frelsis-elskandi hugsuðir þessa lands heiðruðu hann með hinni æðstu orðu íslenskra frjálshyggjumanna. Hér með tilnefni ég Ragnar Þór Ingólfsson til Frelsisverðlauna SUS árið 2019.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar