VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 18:58 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélagið ekki ætla að hreyfa sjóði sína úr Kviku banka að svo stöddu. Vísir/Vilhelm VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15