Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Eyþór var til viðtals um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun og blöskraði bréf Stefáns. Þar sagði borgarritarinn og einn staðgengill borgarstjóra að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“ Spyr Stefán í framhaldinu: Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni?Stefán Eiríksson, borgarritari.Enginn borgarfulltrúi er nafngreindur í færslunni. Reikna má með því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sé á meðal þeirra sem Stefán vísar til í ljósi fyrri samskipta þeirra. Fjallað var um það í ágúst þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun í borgarráði þess efnis að Stefán hefði haft í hótunum við borgarfulltrúa, fyrrnefnda Vigdísi. „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ sagði Vigdís á þeim tíma. Hún hefur verið framalega í fylkingu gagnrýni á hendur meirihlutanum í Braggamálinu og SMS-málinu sem verið hefur til umfjöllunar undanfarnar vikur. Til tíðinda dró í því í morgun þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði að taka kæru Vigdísar til umfjöllunar en vísaði á dómsmálaráðuneytið. Vigdís hefur kært SMS-sendingarnar þangað. Stefán sagði í póstinum til Vigdísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgarfulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi lagt annan starfsmann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“.Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins, kærði kosningarnar í borginni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hafnaði að taka málið fyrir en benti Vigdísi á dómsmálaráðuneytið þar sem boltinn er nú.Vísir/vilhelmFacebook-færslu Stefáns frá í gær má sjá í heild hér að neðan en Vigdís kallaði eftir því í gær að Stefán, sem borgarritari, æðsti embættismaður Reykjavíkur og staðgengill borgarstjóra, rökstyddi orð sín fyrir opnum tjöldum. „Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessu tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Vigdísi. „Þetta orðalag, að koma ekki með dæmi, er búllíismi,“ sagði Eyþór í Harmageddon á X-inu í morgun. „Við erum 23 borgarfulltrúar. Hann er ekket að segja hverjir hafi gert þetta eða hvað,“ segir Eyþór. „Þetta eru dylgjur og gefur í skyn að það séu allir undir grun. Orð hans eiga frekar við um hann sjálfan.“ Eyþór hafnar því að hann og minnihlutinn vaði uppi og séu hávær við hvert tilefni í borgarstjórninni. Eiturummæli Stefáns snúi frekar að borgarritaranum sjálfum. „Ég held að þessi orð séu frekar eitruð gagnvart okkur. Ég hef aldrei talað svona um starfsmenn, aldrei. Mér finnst hann eiginlega vera að lýsa sjálfum sér.“23 borgarfulltrúar eru í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton BrinkBréf Stefáns Eiríkssonar Það er komið nóg Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti. Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið. Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif haft. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur hvorki vettvang eða tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Það hefur til þessa getað treyst á heiðarleika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir pólitískum áhrifum innan borgarinnar og að við öll sem störfum í þágu borgarinnar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kosið. Jafnframt hefur verið hægt að treysta því að athugasemdir og gagnrýni á okkar störf, sem að sjálfsögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borgarfulltrúar eitra starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu eins og að framan greinir. Og hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni? Þar leikum við öll hlutverk. Við sem verðum vitni að slíku gagnvart samstarfsfólki okkar eigum að láta vita og gera athugasemdir við slíka hegðun. Það eru ýmsar leiðir til þess og við eigum ekki að þurfa að óttast um störf okkar eða starfsumhverfi ef við gerum slíkt. Við sem verðum fyrir slíkum árásum höfum einnig fullt leyfi til að gera athugasemdir við þessa hegðun og koma þeim á framfæri og í frekari skoðun og úrvinnslu hjá t.d. okkar yfirmanni. Það er nefnilega ekki allt í boði í pólitískum tilgangi. Það er ekki í boði að ráðast með ómaklegum hætti gegn starfsfólki sem er að sinna störfum sínum af heiðarleika og fagmennsku. Það er ekki í boði að gera lítið úr störfum fólks og grafa þannig undan starfsánægju og starfsöryggi okkar. Það er heldur ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar. Það er nefnilega komið nóg. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Eyþór var til viðtals um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun og blöskraði bréf Stefáns. Þar sagði borgarritarinn og einn staðgengill borgarstjóra að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“ Spyr Stefán í framhaldinu: Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni?Stefán Eiríksson, borgarritari.Enginn borgarfulltrúi er nafngreindur í færslunni. Reikna má með því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sé á meðal þeirra sem Stefán vísar til í ljósi fyrri samskipta þeirra. Fjallað var um það í ágúst þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun í borgarráði þess efnis að Stefán hefði haft í hótunum við borgarfulltrúa, fyrrnefnda Vigdísi. „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ sagði Vigdís á þeim tíma. Hún hefur verið framalega í fylkingu gagnrýni á hendur meirihlutanum í Braggamálinu og SMS-málinu sem verið hefur til umfjöllunar undanfarnar vikur. Til tíðinda dró í því í morgun þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði að taka kæru Vigdísar til umfjöllunar en vísaði á dómsmálaráðuneytið. Vigdís hefur kært SMS-sendingarnar þangað. Stefán sagði í póstinum til Vigdísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgarfulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi lagt annan starfsmann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“.Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins, kærði kosningarnar í borginni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hafnaði að taka málið fyrir en benti Vigdísi á dómsmálaráðuneytið þar sem boltinn er nú.Vísir/vilhelmFacebook-færslu Stefáns frá í gær má sjá í heild hér að neðan en Vigdís kallaði eftir því í gær að Stefán, sem borgarritari, æðsti embættismaður Reykjavíkur og staðgengill borgarstjóra, rökstyddi orð sín fyrir opnum tjöldum. „Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessu tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Vigdísi. „Þetta orðalag, að koma ekki með dæmi, er búllíismi,“ sagði Eyþór í Harmageddon á X-inu í morgun. „Við erum 23 borgarfulltrúar. Hann er ekket að segja hverjir hafi gert þetta eða hvað,“ segir Eyþór. „Þetta eru dylgjur og gefur í skyn að það séu allir undir grun. Orð hans eiga frekar við um hann sjálfan.“ Eyþór hafnar því að hann og minnihlutinn vaði uppi og séu hávær við hvert tilefni í borgarstjórninni. Eiturummæli Stefáns snúi frekar að borgarritaranum sjálfum. „Ég held að þessi orð séu frekar eitruð gagnvart okkur. Ég hef aldrei talað svona um starfsmenn, aldrei. Mér finnst hann eiginlega vera að lýsa sjálfum sér.“23 borgarfulltrúar eru í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton BrinkBréf Stefáns Eiríkssonar Það er komið nóg Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti. Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið. Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif haft. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur hvorki vettvang eða tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Það hefur til þessa getað treyst á heiðarleika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir pólitískum áhrifum innan borgarinnar og að við öll sem störfum í þágu borgarinnar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kosið. Jafnframt hefur verið hægt að treysta því að athugasemdir og gagnrýni á okkar störf, sem að sjálfsögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borgarfulltrúar eitra starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu eins og að framan greinir. Og hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni? Þar leikum við öll hlutverk. Við sem verðum vitni að slíku gagnvart samstarfsfólki okkar eigum að láta vita og gera athugasemdir við slíka hegðun. Það eru ýmsar leiðir til þess og við eigum ekki að þurfa að óttast um störf okkar eða starfsumhverfi ef við gerum slíkt. Við sem verðum fyrir slíkum árásum höfum einnig fullt leyfi til að gera athugasemdir við þessa hegðun og koma þeim á framfæri og í frekari skoðun og úrvinnslu hjá t.d. okkar yfirmanni. Það er nefnilega ekki allt í boði í pólitískum tilgangi. Það er ekki í boði að ráðast með ómaklegum hætti gegn starfsfólki sem er að sinna störfum sínum af heiðarleika og fagmennsku. Það er ekki í boði að gera lítið úr störfum fólks og grafa þannig undan starfsánægju og starfsöryggi okkar. Það er heldur ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar. Það er nefnilega komið nóg.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira