Lífið

Íslenskir arkitektar vinsælir hjá ríkum: Stórglæsilegt einbýlishús í Beverly Hills

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri fór í heimsókn til L.A.
Sindri fór í heimsókn til L.A.
„Það skemmir ekki að við erum Íslendingar, fólk tekur eftir okkur enda er landið okkar mjög í tísku,“ segja arkitektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson sem eiga og reka arkitektastofuna Minarc í Los Angeles.

Stofan hefur notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum og hafa hjónin hannað fjölda húsa og glæsiíbúða þar í landi en einnig hér heima sem og ION hótelin sem margir þekkja.

Í Heimsókn sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi bankar Sindri upp á hjá hjónunum og fær að skoða afraksturinn og kíkja í stórglæsilegt einbýlishús sem þau hönnuðu.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.



Klippa: Stórglæsilegt einbýli í Beverly Hills





Fleiri fréttir

Sjá meira


×