Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Starfsmönnum verður fækkað þvert á öll svið Ölgerðarinnar. fbl/Anton Brink Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 vegna breytinga á rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en þar segir að einfalda eigi rekstur félagsins og hluta lagerstarfsemi og dreifingar verði útvistað til að takast á við vaxandi umsvif og sveigjanleika. Auk einföldunar í rekstri verður hluta lagerstarfsemi og dreifingar útvistað og vegna þessara breytinga fækkar starfsmönnum um 25 hjá Ölgerðinni, þvert á öll svið fyrirtækisins, en hluta þeirra býðst að taka við störfum í tengslum við útvistunina. Í tilkynningunni kemur fram að Ölgerðin verði frá og með næstu mánaðamótum alhliða drykkjarvörufyrirtæki en nánast allur annar innflutningur verður á sama tíma hjá dótturfyrirtækinu Danól.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. FBL/AntonStarfsemi Danól verður í framhaldi flutt í húsnæði gegnt Ölgerðinni á Fosshálsi en þessar breytingar og útvistun á lagerstarfsemi og dreifingu eiga að gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja. „Starfsemi okkar hefur margfaldast á undanförnum árum og síkvikt viðskiptaumhverfi kallar á að fyrirtæki leiti allra leiða til að gera hlutina betur, auka möguleika til vaxtar, hagræða og styrkja sig enn frekar á markaði. Fyrirtæki sem fylgist ekki með breytingum og aðlagar sig ekki að nýjum aðstæðum verður í vanda og við höfum óhikað tekið ákvarðanir sem þessar til að halda okkur í fremstu röð,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Ölgerðin er og hefur verið leiðandi á sínu sviði sem afburða drykkjarvörufyrirtæki í 106 ár og með þessum breytingum verður fyrirtækinu gert kleift að styrkja enn frekar eigin framleiðslu og innflutning á drykkjarvöru. Danól verður með alla matvöru, snyrti- og sérvörur, ásamt vörum til stóreldhúsa og er óhætt að fullyrða að einfaldara skipulag mun skerpa fókusinn og losa um vaxtahömlur,“ er jafnframt haft eftir Andra. Vinnumarkaður Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Starfsmönnum Ölgerðarinnar fækkar um 25 vegna breytinga á rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en þar segir að einfalda eigi rekstur félagsins og hluta lagerstarfsemi og dreifingar verði útvistað til að takast á við vaxandi umsvif og sveigjanleika. Auk einföldunar í rekstri verður hluta lagerstarfsemi og dreifingar útvistað og vegna þessara breytinga fækkar starfsmönnum um 25 hjá Ölgerðinni, þvert á öll svið fyrirtækisins, en hluta þeirra býðst að taka við störfum í tengslum við útvistunina. Í tilkynningunni kemur fram að Ölgerðin verði frá og með næstu mánaðamótum alhliða drykkjarvörufyrirtæki en nánast allur annar innflutningur verður á sama tíma hjá dótturfyrirtækinu Danól.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. FBL/AntonStarfsemi Danól verður í framhaldi flutt í húsnæði gegnt Ölgerðinni á Fosshálsi en þessar breytingar og útvistun á lagerstarfsemi og dreifingu eiga að gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja. „Starfsemi okkar hefur margfaldast á undanförnum árum og síkvikt viðskiptaumhverfi kallar á að fyrirtæki leiti allra leiða til að gera hlutina betur, auka möguleika til vaxtar, hagræða og styrkja sig enn frekar á markaði. Fyrirtæki sem fylgist ekki með breytingum og aðlagar sig ekki að nýjum aðstæðum verður í vanda og við höfum óhikað tekið ákvarðanir sem þessar til að halda okkur í fremstu röð,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Ölgerðin er og hefur verið leiðandi á sínu sviði sem afburða drykkjarvörufyrirtæki í 106 ár og með þessum breytingum verður fyrirtækinu gert kleift að styrkja enn frekar eigin framleiðslu og innflutning á drykkjarvöru. Danól verður með alla matvöru, snyrti- og sérvörur, ásamt vörum til stóreldhúsa og er óhætt að fullyrða að einfaldara skipulag mun skerpa fókusinn og losa um vaxtahömlur,“ er jafnframt haft eftir Andra.
Vinnumarkaður Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira