Hver dagur þakkarverður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Þetta eru skemmtileg tímamót og ekki má gleyma að þakka fyrir heilsuna, segir hin síunga Ólöf Kolbrún sem fagnar sjötugsafmæli með stæl. Fréttablaðið/Ernir „Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira