Sagnfræðingurinn Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Hrefna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2008. Hrefna hefur verið sviðsstjóri á bæði skjalasviði og varðveislu- og miðlunarsviði Þjóðskjalasafns Íslands en safnið geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu.
Hrefna starfaði áður hjá Þjóðminjasafni, sem sviðstjóri rannsókna- og varðveiðslusviðs, settur borgarminjavörður, forstöðumaður Árbæjarsafns og kennari við sagnfræðideild Háskóla Íslands.
Hrefna hefur auk þess komið að útgáfu og ritstjórn fjölda ritverka og er hún núverandi forseti Sögufélagsins.

