Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. mars 2019 13:19 Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00