Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 10:55 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi. Vísir/EPA Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu. Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47