Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 10:55 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi. Vísir/EPA Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu. Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47