Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 10:55 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi. Vísir/EPA Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu. Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47