Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með. Fangelsismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með.
Fangelsismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira