Útibússtjóri í tíu mánaða fangelsi fyrir níu milljóna fjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2019 08:30 Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Vísir/vilhelm Fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðsins á Suðurlandi var í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. febrúar síðastliðinn dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Manninum var jafnframt gert að greiða Landsbankanum, sem tók yfir eignir og skuldir Sparisjóðsins, bætur að fjárhæð samtals 9.368.000 króna. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í starfi sínu frá 2011 til 2014 ýmist millifært sjálfur eða látið millifæra peninga af reikningum Sparisjóðsins og viðskiptamanna hans yfir á eigin reikninga, eða reikninga annarra í eigin þágu. Um var að ræða þrettán tilvik, samtals að fjárhæð 9.338.000 króna. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru og einkaréttarkröfur um bótaskyldu og fjárhæð krafnanna. Við ákvörðun refsingar þótti rétt að líta til þess að rannsókn málsins hafi dregist verulega. Ekkert bendi þó til þess ákærða verði kennt um framangreindan drátt á rannsókn málsins enda hafi hann frá upphafi rannsóknar verið samvinnufús og játað brot sín. Var manninum gert að reiða sakarkostnað samtals 383.910 krónur og Landsbankanum hf. bætur að fjárhæð 9.368.000 krónur. Þá var honum gert að greiða Landsbankanum hf. 334.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðsins á Suðurlandi var í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. febrúar síðastliðinn dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Manninum var jafnframt gert að greiða Landsbankanum, sem tók yfir eignir og skuldir Sparisjóðsins, bætur að fjárhæð samtals 9.368.000 króna. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í starfi sínu frá 2011 til 2014 ýmist millifært sjálfur eða látið millifæra peninga af reikningum Sparisjóðsins og viðskiptamanna hans yfir á eigin reikninga, eða reikninga annarra í eigin þágu. Um var að ræða þrettán tilvik, samtals að fjárhæð 9.338.000 króna. Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru og einkaréttarkröfur um bótaskyldu og fjárhæð krafnanna. Við ákvörðun refsingar þótti rétt að líta til þess að rannsókn málsins hafi dregist verulega. Ekkert bendi þó til þess ákærða verði kennt um framangreindan drátt á rannsókn málsins enda hafi hann frá upphafi rannsóknar verið samvinnufús og játað brot sín. Var manninum gert að reiða sakarkostnað samtals 383.910 krónur og Landsbankanum hf. bætur að fjárhæð 9.368.000 krónur. Þá var honum gert að greiða Landsbankanum hf. 334.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira