Til varnar femínisma ii Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Í fyrri grein (Fréttablaðið 14.02.19) sagði ég dæmisögu frá Kanada, um það hvernig öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, þar rétt eins og hér. Saklaus maður var lýstur sekur án dóms og laga og líf hans lagt í rúst. Það var á þeirri stundu, sem Margaret Atwood, dáður höfundur meira en 40 bóka og heimsfrægur talsmaður femínista, kvaddi sér hljóðs í grein sinni „Am I a bad feminist?“ (13. jan. 2018) til að segja: „Hingað – en ekki lengra. Um mig hefur verið sagt, að ég hafi brotist til frama á ritvellinum með því að standa blóðug upp að öxlum yfir höfuðsvörðum feðraveldisins. Það var kannski svolítið ýkt. En – kæru systur – nú er mér nóg boðið. Sú var tíð, að við vantreystum réttarkerfinu. En ætlum við að svara fyrir okkur með réttarmorði, utan réttarsala?“ Er þetta ekki klassískur Kiljan: „Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti“? Með þessu var Atwood að verja dýrmætustu arfleifð vestrænnar menningar – sjálft réttarríkið. Þegar á reynir, þurfum við öll á vernd þess að halda. Án þess hröpum við aftur niður í villimennsku. Sagan – líka nýleg saga – geymir ótal dæmi um þetta. Aftökur án dóms og laga. Fangelsanir fyrir engar sakir. Nornabrennur. Trúarofsóknir. Skoðanakúgun. Ritskoðun. Bókabrennur. Og það versta er þetta: Valdbeiting af þessu tagi er iðulega í upphafi réttlætt í nafni mannréttinda! Meira að segja Cosa Nostra – ítalska mafían – táknmynd hins gerspillta þjóðfélags, sem þrífst utan við lög og rétt, byrjaði upphaflega sem uppreisn gegn pólitískri harðstjórn. Fleiri dæmi: Frelsisbarátta Kínverja gegn vestrænni nýlendukúgun var um skeið afvegaleidd í ofbeldi Rauðu varðliðanna. Rússneska byltingin gegn lénsveldi keisarans endaði í hinum Rauða terror Stalíns. Uppreisn Þjóðverja gegn óbærilegri fjárpynd sigurvegara fyrri heimsstyrjaldar endaði í geggjaðri þjóðrembu og Gyðingaofsóknum. Og nær okkur í tíma: Uppreisn Írana gegn pyntingameisturum Keisarans endaði í ógnarstjórn klerkaveldisins. Frelsisbarátta Nelsons Mandela í Suður-Afríku er þessi misserin að brotlenda í þjófabæli nýrrar elítu. Hvernig svara öfgafemínistar þessari málefnalegu gagnrýni? Hinir herskáustu yppa öxlum og segja: Allar byltingar krefjast sinna fórnarlamba – so be it! Allt í kringum okkur er verið að þrengja að lýðræðinu – m.a.s. Evrópuhugsjónin er að snúast upp í andhverfu sína í sumum löndum: Þjóðrembu og ofbeldi gegn minnihlutahópum og innflytjendum. Sjálft lýðræðið er í hættu. Það er tómt mál að tala um lýðræði án réttarríkisins Þrátt fyrir að Atwood stigi fram og bæri sannleikanum vitni gegn ofstæki og öfgum, varð hún engu að síður skotspónn heiftúðugrar gagnrýni frá konum, sem þóttust tala í nafni kvenréttinda og kenndu sig við #metoo-hreyfinguna. Atwood var sökuð um svik. Hún var sögð gengin á hönd feðraveldinu. Hún var sökuð um að hreykja sér í yfirlæti elítunnar í Toronto og að hafa misst jarðsambandið við grasrótina. Umkomulausar konur sættu stöðugt ofbeldi karlkynsins, án þess að þora að leita réttar síns í réttarkerfinu. Réttarkerfið væri bara fyrir fínu konurnar í elítunni. Hinar væru áfram dæmdar til að þola ofbeldið í þögn. Reynslan kennir að það var eitthvað hæft í þessu. En eftir stendur spurningin: Helgar tilgangurinn meðalið? Atwood tók mildilega á þessari gagnrýni. Hún tók undir það, að hið hefðbundna réttarkerfi hefði reynst vera andsnúið konum. Kúltúr löggæslunnar hefði löngum verið karllægur. Kerfið væri svifaseint. En þá stöndum við frammi fyrir vali, rétt einu sinni enn, eins og allar umbótahreyfingar fyrr og síðar hafa gert. Ætlum við að taka réttlætið í eigin hendur með ofbeldi? Eða ætlum við að knýja fram umbætur með lýðræðislegum aðferðum? Hvernig? Gerum við það með því að dæma menn án dóms og laga? Eða með því að sameinast um umbætur á löggjöf og reglusetningu? Viðvörunarorð Margret Atwood blífa: „Á öld öfganna vinna öfgamenn. Hugmyndafræði þeirra verður að stóra sannleik – trúarbrögðum. Hver sá sem ekki hlítir rétttrúnaðinum er stimplaður sem svikari við málstaðinn. Villutrúarmaður. Raddir hinna hófsömu sem vilja verja gildi réttarríkisins eru þaggaðar niður. Raddir vorsins þagna líka í mannheimum.“ Þetta snýst nefnilega allt saman um mannréttindi. Og konur eru menn. Mannréttindi verða ekki sundur slitin: Hvorki eftir kynferði, kynþætti, litarhætti, þjóðerni – né neinu öðru. Við erum að tala um mannréttindi Og án réttarríkisins eru engin mannréttindi. Látum ekki ofstæki, ofbeldi og hatur taka völdin. Stöndum saman, konur og karlar, í sameiginlegri baráttu fyrir mannréttindum, sem njóti verndar réttarríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Baldvin Hannibalsson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein (Fréttablaðið 14.02.19) sagði ég dæmisögu frá Kanada, um það hvernig öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, þar rétt eins og hér. Saklaus maður var lýstur sekur án dóms og laga og líf hans lagt í rúst. Það var á þeirri stundu, sem Margaret Atwood, dáður höfundur meira en 40 bóka og heimsfrægur talsmaður femínista, kvaddi sér hljóðs í grein sinni „Am I a bad feminist?“ (13. jan. 2018) til að segja: „Hingað – en ekki lengra. Um mig hefur verið sagt, að ég hafi brotist til frama á ritvellinum með því að standa blóðug upp að öxlum yfir höfuðsvörðum feðraveldisins. Það var kannski svolítið ýkt. En – kæru systur – nú er mér nóg boðið. Sú var tíð, að við vantreystum réttarkerfinu. En ætlum við að svara fyrir okkur með réttarmorði, utan réttarsala?“ Er þetta ekki klassískur Kiljan: „Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti“? Með þessu var Atwood að verja dýrmætustu arfleifð vestrænnar menningar – sjálft réttarríkið. Þegar á reynir, þurfum við öll á vernd þess að halda. Án þess hröpum við aftur niður í villimennsku. Sagan – líka nýleg saga – geymir ótal dæmi um þetta. Aftökur án dóms og laga. Fangelsanir fyrir engar sakir. Nornabrennur. Trúarofsóknir. Skoðanakúgun. Ritskoðun. Bókabrennur. Og það versta er þetta: Valdbeiting af þessu tagi er iðulega í upphafi réttlætt í nafni mannréttinda! Meira að segja Cosa Nostra – ítalska mafían – táknmynd hins gerspillta þjóðfélags, sem þrífst utan við lög og rétt, byrjaði upphaflega sem uppreisn gegn pólitískri harðstjórn. Fleiri dæmi: Frelsisbarátta Kínverja gegn vestrænni nýlendukúgun var um skeið afvegaleidd í ofbeldi Rauðu varðliðanna. Rússneska byltingin gegn lénsveldi keisarans endaði í hinum Rauða terror Stalíns. Uppreisn Þjóðverja gegn óbærilegri fjárpynd sigurvegara fyrri heimsstyrjaldar endaði í geggjaðri þjóðrembu og Gyðingaofsóknum. Og nær okkur í tíma: Uppreisn Írana gegn pyntingameisturum Keisarans endaði í ógnarstjórn klerkaveldisins. Frelsisbarátta Nelsons Mandela í Suður-Afríku er þessi misserin að brotlenda í þjófabæli nýrrar elítu. Hvernig svara öfgafemínistar þessari málefnalegu gagnrýni? Hinir herskáustu yppa öxlum og segja: Allar byltingar krefjast sinna fórnarlamba – so be it! Allt í kringum okkur er verið að þrengja að lýðræðinu – m.a.s. Evrópuhugsjónin er að snúast upp í andhverfu sína í sumum löndum: Þjóðrembu og ofbeldi gegn minnihlutahópum og innflytjendum. Sjálft lýðræðið er í hættu. Það er tómt mál að tala um lýðræði án réttarríkisins Þrátt fyrir að Atwood stigi fram og bæri sannleikanum vitni gegn ofstæki og öfgum, varð hún engu að síður skotspónn heiftúðugrar gagnrýni frá konum, sem þóttust tala í nafni kvenréttinda og kenndu sig við #metoo-hreyfinguna. Atwood var sökuð um svik. Hún var sögð gengin á hönd feðraveldinu. Hún var sökuð um að hreykja sér í yfirlæti elítunnar í Toronto og að hafa misst jarðsambandið við grasrótina. Umkomulausar konur sættu stöðugt ofbeldi karlkynsins, án þess að þora að leita réttar síns í réttarkerfinu. Réttarkerfið væri bara fyrir fínu konurnar í elítunni. Hinar væru áfram dæmdar til að þola ofbeldið í þögn. Reynslan kennir að það var eitthvað hæft í þessu. En eftir stendur spurningin: Helgar tilgangurinn meðalið? Atwood tók mildilega á þessari gagnrýni. Hún tók undir það, að hið hefðbundna réttarkerfi hefði reynst vera andsnúið konum. Kúltúr löggæslunnar hefði löngum verið karllægur. Kerfið væri svifaseint. En þá stöndum við frammi fyrir vali, rétt einu sinni enn, eins og allar umbótahreyfingar fyrr og síðar hafa gert. Ætlum við að taka réttlætið í eigin hendur með ofbeldi? Eða ætlum við að knýja fram umbætur með lýðræðislegum aðferðum? Hvernig? Gerum við það með því að dæma menn án dóms og laga? Eða með því að sameinast um umbætur á löggjöf og reglusetningu? Viðvörunarorð Margret Atwood blífa: „Á öld öfganna vinna öfgamenn. Hugmyndafræði þeirra verður að stóra sannleik – trúarbrögðum. Hver sá sem ekki hlítir rétttrúnaðinum er stimplaður sem svikari við málstaðinn. Villutrúarmaður. Raddir hinna hófsömu sem vilja verja gildi réttarríkisins eru þaggaðar niður. Raddir vorsins þagna líka í mannheimum.“ Þetta snýst nefnilega allt saman um mannréttindi. Og konur eru menn. Mannréttindi verða ekki sundur slitin: Hvorki eftir kynferði, kynþætti, litarhætti, þjóðerni – né neinu öðru. Við erum að tala um mannréttindi Og án réttarríkisins eru engin mannréttindi. Látum ekki ofstæki, ofbeldi og hatur taka völdin. Stöndum saman, konur og karlar, í sameiginlegri baráttu fyrir mannréttindum, sem njóti verndar réttarríkisins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar