Jenner er aðeins 21 árs gömul og hefur auðgast mikið á snyrtivörumerkjalínu sinni Kylie Cosmetic. Forbes birti lista sinn í dag yfir ríkasta fólk heimsins en þar náði Jenner að velta stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, úr sessi sem yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn. Zuckerberg náði því marki þegar hann var 23 ára gamall.
Auðæfi Jenner eru nú metin á einn milljarð dollara, eða því sem nemur um 120 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Kylie Cosmetic skrifaði undir samning við Ulta Beauty sem jók virði fyrirtækisins en það er metið á 900 milljónir dollara og að fullu í eign Kylie Jenner.
At 21, Kylie Jenner becomes the youngest self-made billionaire ever https://t.co/PTLYwKp69b #ForbesBillionaires pic.twitter.com/K3NwZTmyWS
— Forbes (@Forbes) March 5, 2019
Fjölmiðillinn Bloomberg nefndi Jenner einnig yngsta sjálfskapaða milljarðamæring heimsins.
Forbes greindi frá því í fyrra að Jenner stefndi hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, en þá var auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara og hún aðeins tvítug að aldri.
Var Forbes gagnrýnt fyrir að kalla Jenner „sjálfskapaðan“ milljarðamæring því hún hefði sannarlega notið góðs af því að tilheyra Kardashian-fjölskyldunni sem er stórt viðskiptaveldi og þannig hafi Jenner fengið forskot á aðra.

Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir töldu sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.
Orðabókin birti aftur tíst í dag þar sem skýringin á orðinu „sjálfskapaður“ var árétt og tekið fram að það eigi við einhvern sem hefur náð árangri í lífinu án aðstoðar.
Haven't we gone over this?
— Dictionary.com (@Dictionarycom) March 5, 2019
Self-made: Having succeeded in life unaided.https://t.co/g0ZHDSkVfu https://t.co/3O48zKsInN
Hvað sem því líður þá hefur Jenner nýtt þau tækifæri sem henni bjóðast vegna velgengni fjölskyldu hennar afar vel.