Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín töpuðu með einu stigi eftir ótrúlega endurkomu Unicaja Malaga í EuroCup í kvöld.
Heimamenn voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og var staðan 58-39 í hálfleik. Þeir slökuðu hins vegar of mikið á í þriðja leikhluta og skoruðu þar aðeins 12 stig.
Dragan Milosavljevic kom gestunum yfir með þriggja stiga skoti þegar átta mínútur voru eftir af leiknum og var hann háspennandi allt til loka.
Það voru þrjár sekúndur eftir og staðan 90-89 fyrir Berlín er Mathias Lessort tók skot eftir að hafa tekið sóknarfrákast og skot hans lenti í netinu. Heimamenn náðu ekki að nýta sér þann tíma sem eftir var og 90-91 lokatölur.
Martin spilaði rúmar tuttugu mínútur og skoraði 13 stig. Hann var þess að auki með 10 stoðsendingar og fjögur fráköst.
Þetta var fyrsti leikur liðanna í átta liða úrslitum EuroCup þar sem sigra þarf tvo leiki til að fara áfram. Martin og félagar verða því að sækja sigur í næsta leik ætli þeir að halda sér á lífi í keppninni.
Grátlegt tap hjá Martin og félögum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn


Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
Íslenski boltinn

Ekkert mark í grannaslagnum
Enski boltinn


Fleiri fréttir
