Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:51 Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira