Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 10:30 Finnur Freyr Stefánsson var gestur í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi vísir/stöð 2 sport „Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
„Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti