Nýr lúxusjeppi hækkaði hlunnindi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. mars 2019 06:00 Kjör forstjóra Landsvirkjunar komust í hámæli á síðasta ári vegna ríflegrar launahækkunar sem hann hafði hlotið árið áður. Fréttablaðið/Ernir Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira