Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:00 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/GVA „Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
„Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að standa okkur betur í að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrna fótum við þessum kerfisbundna hræðsluáróðri sem stundaður hefur verið gegn aukinni fjölbreytni og samkeppni á matvælamarkaði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um viðhorf landsmanna til innflutnings á ferskum matvælum, eins og þau birtast í nýrri könnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli og tæp 15 prósent til viðbótar frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir og segir umræðuna verða að fara á hærra plan og úr þeim áróðri að það sem að utan komi sé skaðlegt og hættulegt. „Umræðan verður að vera heiðarleg í stað þess hræða fólk til að koma á viðskiptahindrunum sem fela í sér stórskerta neytendavernd.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSé litið til stuðnings við stjórnmálaflokka eru stuðningsmenn Viðreisnar og Samfylkingar líklegastir til að vera hlynntir innflutningi, eða tæp 60 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 53 prósent stuðningsmanna Samfylkingar. Fast á eftir koma stuðningsmenn Pírata sem styðja tilslökun á reglum um innflutning í 52 prósentum tilvika. Meiri andstaða er í öðrum flokkum. Í Vinstri grænum eru 67 prósent stuðningsmanna andvíg tilslökunum en 19 prósent fylgjandi. Hvorki né segja 14 prósent. Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 52 prósent, er andvígur tilslökunum en margir þeirra taka ekki afstöðu og einungis 32 prósent þeirra segjast hlynnt þeim. Andstaða við innflutninginn er þó mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins þar sem einungis 10 prósent eru hlynnt innflutningi á ferskum matvælum. Litlu fleiri eru hlynntir innflutningi í Miðflokknum eða 15 prósent. Frumvarpsdrög ráðherra um afnám frystiskyldu innflutts kjöts og heimild til innflutnings á fersku kjöti er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en drögin hafa valdið nokkru fjarðafoki, einkum í grasrót Framsóknarflokksins.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Fólk er enn að móta sér afstöðu og koma fram með athugasemdir. Við munum svo fara aftur yfir allar þær athugasemdir og gera það sem við getum til að styðja okkar málstað betur ef hægt er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála. Hann segist finna fyrir vaxandi skilningi á því að stjórnvöld verði að bregðast við dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Það sem er kannski stærsta hagsmunamálið, og snýr beint að neytendum, er sú staðreynd að EES-samningurinn væri í uppnámi ef stjórnvöld heimila ekki innflutning á fersku kjöti. EES-samningurinn hefur reynst neytendum gríðarlega mikilvægur og eflaust eru fæstir sem vilja segja honum upp,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna. Hún segir stjórn samtakanna enn ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsdraganna en samtökin hafi gegnum tíðina verið hlynnt auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum, bæði vegna aukinnar samkeppni sem gagnast neytendum og meira vöruúrvals.Stuðningur eykst með menntun og tekjum Samkvæmt könnuninni eykst stuðningur við innflutning á ferskum matvælum með aukinni menntun en þó eru einungis 42 prósent þeirra sem mesta menntun hafa fylgjandi tilslökunum á reglunum. Stuðningur eykst jafnt og þétt eftir því sem tekjur hækka með þeirri undantekningu að minni andstaða er meðal þeirra sem hafa allra lægstu tekjurnar, undir 200 þúsundum. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem ekki taka afstöðu. Afstaðan er nokkuð breytileg eftir aldri en andstaðan þó langmest meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri en í þeim hópi eru einungis 20 prósent fylgjandi tilslökunum. Þá er andstaða við tilslökun meiri meðal kvenna en karla en þær eru einnig líklegri en karlarnir til að taka ekki afstöðu til álitaefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Viðreisn Tengdar fréttir Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30