Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 08:50 Forsetinn faðmaði bandaríska fánann þegar hann gekk inn á sviðið á CPAC-ráðstefnunni. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira