Jon Ola Sand segir Íslendinga vel geta haldið Eurovision hér á landi Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 11:27 Jon Ola Sand og Felix Bergsson ásamt þáttastjórnendum Bakarísins. Vísir Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40