Jon Ola Sand segir Íslendinga vel geta haldið Eurovision hér á landi Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 11:27 Jon Ola Sand og Felix Bergsson ásamt þáttastjórnendum Bakarísins. Vísir Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40