Khloé sakar Jordyn Woods um lygar Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 10:15 Woods var áður í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar en er úti í kuldanum eftir umtalað atvik í gleðskap á heimili Kylie Jenner. Vísir/Getty Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd. Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans. Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi. „Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni. „Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. Why are you lying @jordynwoods ?? If you’re going to try and save yourself by going public, INSTEAD OF CALLING ME PRIVATELY TO APOLOGIZE FIRST, at least be HONEST about your story. BTW, You ARE the reason my family broke up! — Khloé (@khloekardashian) 1 March 2019 „Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter. Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum. Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd.
Tengdar fréttir Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50 Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30 Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30 Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. 19. febrúar 2019 23:50
Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið Khloé Kardashian var gagnrýnd fyrir að fara ekki frá kærastanum. 26. júní 2018 14:30
Hataðasti maður Bandaríkjanna fær að vera viðstaddur fæðinguna Khloe Kardashian mun leyfa Tristan Thompson að vera viðstaddanfæðingu dóttur þeirra. 12. apríl 2018 14:30
Kim Kardashian tjáir sig um erfiðleika Khloé og Thompson Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West mætti í þáttinn hjá Ellen á dögunum og kom víða við í samtali sínu við spjallþáttastjórnandann. 26. nóvember 2018 13:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“