Starfsemi stærstu hótela og rútufyrirtækja myndi lamast Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 20:00 Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Starfsemi allra stærstu hótela landsins mun meira og minna lamast komi röð verkfalla starfsmanna Eflingar og VR sem félögin greindu frá í dag til framkvæmda. Verkföllin munu einnig ná til stærstu rútufyrirtækjanna sem flytja þúsundir farþega og ferðamanna á hverjum degi. Efling og VR boða sameignlegar aðgerðir með vinnustöðvun félagsmanna þeirra sem nær til nær allra starfsmanna tuttugu stærstu hótela landsins. Þar má nefna Fosshótel, Íslandshótel, Flugleiðahótel, Cabin, KEA hótelin, Holtið, 101 hótel svo nokkur séu nefnd. Starfsemi þessarra hótela mun því að öllum líkindum lamast verði að aðgerðunum. Félögin munu boða til atkvæðagreiðslu um allar aðgerðirnar í einu í næstu viku. Fyrsta verkfallið stendur yfir í sólarhring frá miðnætti hins 22. mars. Þar á eftir er boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með 28. mars og síðan kæmu þriggja daga verkföll frá og með 3. apríl, 9. apríl, 15. apríl og 23. apríl. Ef samningar hafa ekki náðst þegar þarna er komið yrði boðað til ótímabundins verkfalls frá og með verkalýðsdeginum1. maí. Þessi verkföll ná einnig til starfsmanna félaganna hjá rútufyrirtækjunum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands.Hér má sjá verkfallsdagana rauðmerkta á dagatali.Grafík/Stöð 2„Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Að auki tilkynnti Verkalýðsfélag Akraness í dag að atkvæðagreiðsla um boðun allsherjarverkfall félagsmanna fari fram dagana 29. mars til 5. apríl. Samþykki félagsmenn verkfall myndi það hefjast hinn 12. apríl. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu og draga úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum í framtíðinni. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af verkföllum. Verkföll mynda allra tjón í samfélaginu og það er eitthvað sem ég vil forðast í lengstu lög,” segir framkvæmdastjóri SA.Hér má sjá lista yfir þau hótel sem verða fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum.Grafík/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24