Lög um samþykki – er það nóg? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun