Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 17:56 Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna. Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna.
Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira