Ræða róttækar breytingar á Meistaradeildinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Cristiano Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn sem hann hefur unnið fimm sinnum eftir að keppnin tók upp núverandi fyrirkomulag. Vísir/Getty Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu